FastVest kynnir:
ÚTSÝNIShúsið við Háimel 4 í Hvalfjarðarsveit.
244,1 fermetra einbýlishús til sölu. Húsið skiptist 205,7 fm íbúð á einni hæð og 38,4 fm bílskúr.
Staðsett í þéttbýliskjarna við Hagamel Hvalfjarðarsveit þar sem er mikið útsýni og nálgun við náttúruna.
Sjá:
Hvalfjarðarsveit ferðast um hvalfjarðarsveit ,
Þar sem lífið er ljúftAfhending: STRAX
Nýtt staðsteypt einbýlishús á einni hæð.
Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri, innangegnt er á gestasnyrtingu og herbergi frá anddyri. Frá anddyri er komið inn í alrými sem tengir rými hússins saman. Innangengt er í bílskúr frá þvottahúsinu.
Anddyri: rúmgott.
Gestasnyrting: innangengt frá anddyri.
Herbergi: gert er ráð fyrir fjórum rúmgóðum herbergjum samkv. teikningu.
Alrými: alrými er 78fm. eldhús, borðstofa og stofa og sjónvarpsrými.
Baðherbergi: rúmgott baðherbergi er innaf alrými, sjá teikningu.
Þvottaherbergi: þvottaherbergið er rúmgott og er innangengt í bílskúr gegnum þvottaherbergið.
Bílskúr: Bílskúrinn er rúmgóður og verður afhendur með hurð.
Lóðarfrágangur: Garður verður grófjafnaður samkvæmt byggingarstigi 2.
Húsinu verður skilað á byggingarstigi 2, samkvæmt ÍST 51:2021.
Skipulagsgjald 0,3 greiðist af kaupanda þegar það verður lagt á.
Háimelur er í Melahverfi, ört vaxandi byggðarkjarna í Hvalfjarðarsveit, Melahverfi er staðsett í ca. 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akranesi og ca. 30 mín. akstursfjarlægð frá Mosfellsbæ.
Hvalfjarðarsveit veitir góðan afslátt af leikskólagjöldum. Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit er eitt stöndugasta sveitarfélag landsins. Boðið er m.a. uppá gjaldfrían leikskóla, sem er í hverfinu, í 5 klst. á dag, frá klukkan 9-14, fyrir börn frá eins árs aldri. Skólabíll ekur börnum í Heiðarskóla. Þá er 25% afsláttur af fæðiskostnaði í grunnskóla og leikskóla auk þess sem veittur er 70 þús. Kr. íþrótta- og tómstundastyrkur til barna, upp að 18 ára aldri.
FastVest með þér alla leið