FastVest kynnir:
Iðnaðarhúsnæði við Hafnarbraut 16, Akranesi
Um er að ræða 100 fm. iðnaðarhúsnæði, rými á efri hæð er ekki innifalið í fermetum.
Húsið hefur verið innréttað til að vera með fiskvinnslu og er með leyfi fyrir hákarlavinnslu.
Göngudyr og stórar innkeyrsludyr.
Epoxy á gólfi neðri hæðar.
Búið er að innrétta með ca. 7 fm kæliklefa og 11 fm. frystiklefa.
Stórar innkeyrsludyr 3,20 m á hæð og 3,60 m. á breidd.
Timburstigi er upp á efri hæð. Þar er búið að innrétta wc, og kaffistofu (m. parketi á gólfi) . Þar er vaskur, skápur, ísskápur, og eldavél með tveimur hellum.
Undir súð er góð geymsla.
Lofthreinsitæki (minnkar lykt og drepur sveppasýkla)
3ja fasa rafmagn. Innstunga ( 32 ampera) er við aðalinngang fyrir frystigám.
Eignin er nýlega máluð að innan.
Steypt plan er fyrir framan húsið.
Afhending 1. mars 2023.
FastVest með þér alla leið