FastVest kynnir:
SELD með fyrirvara um fjármögnun
Guðmundur lgf [email protected] Kynnir: Sumarhús í Vatnsendahlíð við Skorradalsvatn.
Húsið sjálft er 59,4 fm, tvær geymslur 2,9 fm. og geymsla 5,3 fm., verönd 90,5 fm. á 3364 fm leigulóð.
Frábært útsýni. Skógi vaxið land. Vel byggt hús.Nánari lýsing:
Sumarhús við Skorradalsvatn. Frábært útivistarsvæði, hjólreiðar t.d. hringinn í kringum vatnið, golfvellir eru í næsta nágrenni og er stutt í veiði og sundlaugar.
Landið er skógi vaxið húsið stendur ofarlega í hlíðinni með frábæru útsýni yfir vatnið. Aðgengi að Skorradalsvatni er gott.
Eignin er á leigulandi og fylgir nýr samningur við kaupsamning til 20 ára.
Hús:
Forstofa með fatahengi.
Bjart alrými með nýjum innréttingum og tækjum í eldhúsi.
Þrjú góð svefnherbergi eitt þeirra er með þriggja hæða kojum.
Baðherbergi með sturtu og þvottavél. Gluggi er á baðherbergi.
Stór pallur með góðu útsýni yfir dalin er umhverfis húsið.
Nýleg hitatúba er í húsi. Húsið er hitað upp með varmadælu og rafmagnsofnum.
Tvær geymslur eru við bústaðin og önnur þeirra er rúmgóð og upphituð, og gæti verið breytt í
gestahús með lítilli fyrirhöfn.
Gott bílastæði fyrir 3-4 bíla er við sumarhúsið.
Lóðarleiga 190.395 árið 2022
Sumarbústaðafélag 20.000. árið 2022
Fasteignagjöld 126.958. árið 2022
Hluti af innbúi getur fylgt með kaupunum.
FastVest með þér alla leið