Akralundur 15, Akranes

Verð: 66.400.000


Tegund:
Raðhús
Stærð:
0.00 m2
Inngangur:
Margir inngangar
Herbergi:
5
Byggingarár:
0
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
5.030.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
0
Stofur:
1
Bílskúr:

Raðhús í sex húsa lengju við Akralund. Um er að ræða timburhús með klætt að utan flísar á veggjum. Húsið er á einni hæð. Stærðir húsa í lengju er frá 183,6 fm til 185,3 fm.  Húsunum verður skilað fokheldum skv. byggingarstig 6 skv. ÍST 51. Afhending áætluð í byrjun júní 2019.

Almenn lýsing:
Akralundur 13-23 eru 6 einnar hæðar raðhús. Húsin eru timburgrindarhús á steyptum grunni. Allur frágangur er í samræmi við nýjustu staðla og reglugerðir og er kapp lagt á að útfærslur húsanna taki mið af endingu og útliti. Húsin eru klædd að utan með hágæða klæðningarplötum frá Cembrit. Í húsunum eru 4 svefnherbergi ásamt 2 baðherbergjum og þvottahúsi. Stærð húsanna er frá 183,6 m2 til 185,3 m2.
Húsunum verður skilað fullgerðum án gólfefna og lóðarfrágangs (byggingarstig 6) skv. ÍST51:2001.
Seljandi hefur greitt byggingarleyfis og gatnargerðargjöld.  Skipulagsgjald mun kaupandi greiða af eigninni þegar það verður lagt á. Kaupandi og seljandi taka húsin út í sameiningu við afhendingu og sannreyna ástand hússins.
Frágangur utanhúss
Sökklar: Undirstaða hússins er steinsteypt botnplata og sökklar á þjappaðri fyllingu.  Sökklar eru einangraðir með 100 mm frauðplastseinangrun. Undir steyptri gólfplötu er einangrað með 75 mm frauðplasti.
Lagnir : Frárennslislagnir eru pvc plaströr í grunni og undir botnplötu, en plaströr vel varin og einangruð í veggjum. Seljandi mun leggja niðurfallslögn ætlaða fyrir heitan pott og skilja eftir ídráttarrör fyrir vatn.
Hitakerfið er gólfhitakerfi með deilikistu við inntaksgrind í bílskúr. Búið verður að tengja og setja upp öll hreinlætistæki ásamt stýringum fyrir gólfhita. Allar neysluvatnslagnir eru PEX lagnir, rör í rör, frá mælagrind í bílskúr að hverju tæki og tengikrönum.
Raflagnir: Raflagnir verða fullbúnar með rofum og tenglum. Útiljós verða uppsett.
Útveggir: Útveggir eru úr 45x145 timbri, klæddir að utan með 9mm krossvið, þar utan á kemur 60mm loftunargrind og að lokum klætt með flísum (Cembrit). Grind í útvegg er einangruð með 150mm steinull. Að innan kemur rakavarnarlag ( þolplast) þá 34 mm rafmagnsgrind. Það sama gildir um frágang lofts að innan eins og útveggi.
Gluggar, hurðir og gler: Bílskúrshurð er stálfellihurð með opnara.  Á milli íbúðar og bílskúrs er eldvarnarhurð, aðrar hurðir og gluggar eru álklæddir timburgluggar með tvöföldu argonfylltu gleri.
Þak: Þak er hefðbundið sperruþak með 25x150mm borðaklæðningu, vindpappa og klætt með aluzink bárujárni. Þakkantur klæddur með timburklæðningu og þakrennur utanáliggjandi.
Frágangur Innanhúss:
Útveggir, léttir milliveggir og loft verða gipsklædd, sandspörtluð og fullmáluð í ljósum lit.  Léttir milliveggir verða tré eða málmgrindarveggir klæddir með tvöföldu gipslagi og einangrun. Rakagips á baðherbergi.
Loftræsting úr gluggalausum rýmum er vélræn með loftrás upp úr þaki.
Gólf verða tilbúin undir endanlegt gólfefni. Flísalagt er í kringum sturtuhorn og gólf á baðherbergjum ásamt gólfi í þvottahúsi.
Bílskúrsgólf skilast flotað og verður stálvaskur í bílskúr uppkominn og tengdur.
Innihurðar eru yfirfelldar, hvítar frá Birgisson eða sambærilegar. Innréttingar verða frá GKS.
Rafmagn er fullfrágengið með hvítum rofum og tenglum.
Eldhús og hreinlætistæki eru frá Ísleifi Jónssyni. Flísar á baðherbergi og þvottahús eru frá Birgisson eða sambærilegt. Rafmagnstæki í eldhús eru frá AEG.
Herbergi: Fataskápar eru í öllum svefnherbergjum og forstofu.
Eldhús: Eldhúsinnréttingar eru spónlagðar eða sprautulakkaðar að hluta, eik eða hvítar, borðplötur eru plastlagðar, allar skúffur eru á hæglokandi brautum.
Eldhústæki eru stállituð, keramik helluborð, ofn og vifta.
Baðherbergi: Innréttingar á baði eru neðri skápar og hár skápur sem kemur án spegils. Salerni upphengt með innbyggðum kassa, handlaug úr hvítu postulíni innfelld í borðplötu. Baðtækin eru hitastýrð með skipti milli barka og stangar.
Þvottahús: Innrétting á vegg með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Gólf flísalagt.
Skilatími og upphaf verks:
Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, útlits- og tæknilegar breytingar meðan á
byggingarframkvæmdum stendur. Misræmi getur verið milli teikninga arkitekta, sölulýsingar, söluteikninga á söluvef og sérteikninga. Athuga ber að söluteikningar sýna fullbúin og fullfrágengin hús og ber því að taka sem dæmi um það hvernig húsin og lóðafrágangur mun líta út en ekki eins og þeim verður skilað.
Afhendingartími  fullbúinna húsa er  áætlaður  í  júní 2019,  þó  með  fyrirvara  um  að  veðurfar  verði hagstætt.  Að  öðru  leyti  en  fram  kemur  hér  að  ofan,  skilast  raðhúsin  skv.  fyrirliggjandi teikningum á byggingarstigi 6 en án gólfefna.
Kaupendum er bent á að kynna sér vel samþykktar teikningar og innréttingateikningar.
Allar breytingar á skilalýsingu og teikningum, ef einhverjar verða,  eru alfarið á ábyrgð og kostnað kaupanda. Verði einhverjar breytingar getur það jafnframt haft áhrif á afhendingartíma.  
Nánari lýsingu er að finna í almennri byggingarlýsingu eignar.

Nánari upplýsingar og skilalýsingu er hægt að nálgast á skrifstofu Fasteignamiðlunar Vesturlands.
Kirkjubraut 40 - 300 Akranes – Sími 431-4144 – fastvest@fastvest.is - fastvest.is