Garðabraut 1, Akranes
Verð: Tilboð
Garðabraut 1 Akranesi.
Lóðin sem er 3.085 fm að stærð býður uppá ýmsa möguleika (háð leyfum frá Akraneskaupstað)
Í aðalskipulagi er lóðin skráð fyrir íbúðarbyggð. Byrjuð er undirbúningsvinna við að sækja um breytingu á deiliskipulagi.
Skemmtistaður/félagsheimili, annars vegar 299 fm, byggt 1975 og hins vegar 224 fm byggt 1980. Samtals 523 fm. Ca. 135 fm af heildarflatarmáli eru ekki fullgbyggðir, þ.e. aðeins er kominn steyptur grunnur.
Húsið er byggt á pöllum. Útitröppur eru við aðalinngang. Húsið hefur verið stúkað niður í mörg herbergi.
Þakjárn var endurnýjað á eldri hluta ca. 2002. Húsið er kynt með hitaveitu. Rakaskemmdir út frá sprungu í suðausturhorni hússins. Skolplögn var endurnyjuð ca. frá húsvegg og útí brunn. Staðsetning hússins telst góð. T.d. eru í næsta nágrenni ýmsar þjónustustofnanir, s.s. bókasafn, matvörubúð, banki, bókabúð, matsölustaður og verslanir.